Gunnar Kvaran og Haukur Guðlaugsson, risar í tónlist Íslendinga, héldu sálarstyrkjandi og hjartavermandi tónleika í Suðursal Hallgrímskirkju sunnudaginn 18. nóvember. Gunnar talaði um ýmsar víddir mennskunnar á milli laga. Haukur lék á píanó og Gunnar á sellóið sitt. Fjölmenni sótti þessa tónleika og mikil fagnaðarlæti urðu við tónleikalok. Þökk sé þeim Gunnari og Hauki. Á laugardeginum voru svo tónleikar Listaháskólans og Tónskóla þjóðkirkjunnar. Fjöldi fólks var í kirkjunni og unga fólkið flutti tónlistina af slíkri ögun og getu að gleði og trú á framtíð íslenskrar tónlistar og þmt kirkjutónlistar breiddist um alla kirkju. Þökk sé Birni Steinari Sóbergssyni, skólastjóra Tónskólans, Listvinafélaginu og Listaháskólanum - og þó sérstaklega ungu - sem eldra listafólki.