Guðsþjónusta og barnastarf sunnudaginn 27. september kl. 11
25. september 2020
Guðsþjónusta og barnastarf í Hallgrímskirkju sunnudaginn 27. september kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða.
Organisti er Erla Rut Káradóttir. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða safnaðarsöng.
Kristný Rós Gústafsdóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir hafa umsjón með barnastarfinu.
Í lok guðsþjónustu verður safnað fé til stuðnings Hjálparstarfi kirkjunnar. Söfnunarkörfur verða við útganginn.
Inngöngusálmur: Hjá þér er lífsins lind Trond Kverno
Signing og bæn
Sálmur 841 Á meðan sól og máni lýsa
Miskunnarbæn
Dýrðarsöngur
Kollekta
Fyrri ritningarlestur: Jobsbók 19.25-27 Ég veit að lausnari minn lifir og hann mun síðastur ganga fram á foldu. Eftir að þessi húð mín er sundurtætt og allt hold er af mér mun ég líta Guð. Ég mun líta hann mér til góðs, augu mín munu sjá hann og engan annan. Hjartað brennur af þrá í brjósti mér.
Síðari ritningarlestur: Efesusbréfið 3.13-21 Fyrir því bið ég að þið látið eigi hugfallast út af þrengingum mínum ykkar vegna. Þær eru ykkur til vegsemdar.
Þess vegna beygi ég kné mín fyrir föðurnum, sem hvert faðerni fær nafn af á himni og jörðu, að hann gefi ykkur af ríkdómi dýrðar sinnar að styrkjast fyrir anda sinn að krafti hið innra með ykkur til þess að Kristur megi fyrir trúna búa í hjörtum ykkar og þið verða rótfest og grundvölluð í kærleika. Mættuð þið því geta skilið það með öllum heilögum hvílík er víddin og lengdin, hæðin og dýptin í kærleika Krists og fá að sannreyna hann, sem gnæfir yfir alla þekkingu, og ná að fyllast allri Guðs fyllingu. En honum, sem í oss verkar með krafti sínum og megnar að gera langt fram yfir allt það sem vér biðjum eða skynjum, honum sé dýrð í kirkjunni og í Kristi Jesú með öllum kynslóðum um aldir alda. Amen.
Sálmur 137 Þú Drottinn átt það allt
Guðspjall: Lúkas 7.11-17 Skömmu síðar bar svo við að Jesús hélt til borgar sem heitir Nain og lærisveinar hans fóru með honum og mikill mannfjöldi. Þegar hann nálgaðist borgarhliðið þá var verið að bera út látinn mann, einkason móður sinnar sem var ekkja, og mikill fjöldi úr borginni var með henni. Og er Drottinn sá hana kenndi hann í brjósti um hana og sagði við hana: Grát þú eigi! Og hann gekk að og snart líkbörurnar en þeir sem báru námu staðar. Þá sagði hann: Ungi maður, ég segi þér, rís þú upp! Hinn látni settist þá upp og tók að mæla og Jesús gaf hann móður hans. En ótti greip alla og þeir vegsömuðu Guð og sögðu: Spámaður mikill er risinn upp meðal okkar, og Guð hefur vitjað lýðs síns. Og þessi fregn um Jesú barst út um alla Júdeu og allt nágrennið.
Trúarjátning
Ég trúi á Guð, föður almáttugan,/ skapara himins og jarðar./
Ég trúi á Jesú Krist,/ hans einkason, Drottin vorn,/ sem getinn er af heilögum anda,/fæddur af Maríu mey,/ píndur á dögum Pontíusar Pílatusar,/ krossfestur, dáinn og grafinn,/ steig niður til heljar,/ reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum,/steig upp til himna,/ situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs/ og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða./ Ég trúi á heilagan anda,/ heilaga almenna kirkju,/ samfélag heilagra,/ fyrirgefningu syndanna,/ upprisu mannsins/ og eilíft líf.
Prédikun
Sálmur Eins og hind þráir vatnslind
Almenn kirkjubæn
Allir: Faðir vor
Blessun
Sálmur 34 Upp skapað allt í heimi hér
Eftirspil: Praeludium et fuga BWV 531 í C-dúr Johann Sebastian Bach