Þrenningin, útskýring á henni er flókin, eitthvað sem er eitt en þó þrennt. Gæti útskýring á henni hljómað þannig: Hinn þríeini Guð er eins og vatn sem getur bæði verið gufa, vökvi og ís, þrír fasar en samt eitt efni.
Leyndardómar þrenningarinnar eru prédikunarefni og viðfangsefni sálmanna sem við syngjum við guðsþjónustu á þrenningardegi, 30. maí, kl. 11.00. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Organisti er Erla Rut Káradóttir og hópur forsöngvara leiðir söng og syngur fyrir okkur. Messuþjónar annast lestra og leiða okkur í bæn.
Guðspjall dagsins og ritningalestrar eru: Lexía: 1Mós 18.1-5
Abraham sat í tjalddyrum sínum í miðdegishitanum í Mamrelundi er Drottinn birtist honum. Honum varð litið upp og stóðu þá þrír menn frammi fyrir honum. Er hann sá þá hljóp hann til móts við þá úr tjalddyrunum, laut til jarðar og mælti:
Herra minn, hafi ég fundið náð fyrir augum þínum þá gakk ekki fram hjá þjóni þínum. Mættum við sækja svolítið vatn að þið getið þvegið fætur ykkar og hvílst undir trénu? Ég ætla að ná í matarbita svo að þið getið styrkt ykkur áður en þið haldið lengra úr því að þið fóruð um hjá þjóni ykkar.
Þeir svöruðu: Gott og vel, gerðu eins og þú hefur sagt.
Pistill: 2Kor 13.11-13
Að öðru leyti, bræður mínir og systur,[ verið glöð. Verið fullkomin, áminnið hvert annað, verið samhuga, lifið saman í friði. Þá mun Guð kærleikans og friðarins vera með ykkur.Heilsið hvert öðru með heilögum kossi. Allir heilagir biðja að heilsa ykkur. Náðin Drottins Jesú Krists, kærleiki Guðs og samfélag heilags anda sé með yður öllum.
Guðspjall: Matt 11.25-27
Á þeim tíma tók Jesús svo til orða: Ég vegsama þig, faðir, Drottinn himins og jarðar, að þú hefur hulið þetta spekingum og hyggindamönnum en opinberað það smælingjum. Já, faðir, svo var þér þóknanlegt.
Allt hefur faðir minn falið mér og enginn þekkir soninn nema faðirinn, né þekkir nokkur föðurinn nema sonurinn og sá er sonurinn vill opinbera hann.