Guðsþjónustan og barnastarf 13. september

11. september 2020
Guðsþjónusta í Hallgrímskirkju kl. 11. Sr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari og messuþjónar aðstoða. Dr. Jón Ásgeir Sigurvinsson, héraðsprestur, prédikar, og talar um vatnsflaum í Gamla testamentinu. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða safnaðarsöng. Í lok guðsþjónustu verður safnað fé til stuðnings Hjálparstarfi kirkjunnar. Söfnunarkörfur verða við útganginn. 

Barnastarfið hefst í guðsþjónustunni. Kristný Rós Gústafsdóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir stýra ungmennastarfinu.

Inngöngusálmur: Hjá þér er lífsins lind Trond Kverno

Ávarp og bæn

Sálmur 34 Upp skapað allt í heimi hér

Miskunnarbæn

Dýrðarsöngur

Kollekta

Fyrri ritningarlestur: Ezekíel 47.1-10

Síðari ritningarlestur: Galatabréfið 5.16-24

Sálmur  747 Laudate omnem gentes

Guðspjall:  Lúkas 17.11-19

Svo bar við á ferð Jesú til Jerúsalem að leið hans lá á mörkum Samaríu og Galíleu. Og er hann kom inn í þorp nokkurt mættu honum tíu líkþráir menn. Þeir stóðu álengdar, hófu upp raust sína og kölluðu: „Jesús, meistari, miskunna þú oss!“ Jesús sá þá og sagði við þá: „Farið og sýnið yður prestunum.“ Þeir héldu af stað og nú brá svo við að þeir urðu hreinir. En einn þeirra sneri aftur er hann sá að hann var heill orðinn og lofaði Guð hárri raustu. Hann féll fram að fótum Jesú og þakkaði honum. En hann var Samverji. Jesús sagði: „Urðu ekki allir tíu hreinir? Hvar eru hinir níu? Urðu engir til þess að snúa aftur að gefa Guði dýrðina nema þessi útlendingur?“ Síðan mælti Jesús við hann: „Statt upp og far leiðar þinnar. Trú þín hefur bjargað þér.“

Trúarjátning                                                                                                             

Ég trúi á Guð, föður almáttugan,/ skapara himins og jarðar./
Ég trúi á Jesú Krist,/ hans einkason, Drottin vorn,/ sem getinn er af heilögum anda,/fæddur af Maríu mey,/ píndur á dögum Pontíusar Pílatusar,/ krossfestur, dáinn og grafinn,/ steig niður til heljar,/ reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum,/steig upp til himna,/ situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs/ og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða./ Ég trúi á heilagan anda,/ heilaga almenna kirkju,/ samfélag heilagra,/ fyrirgefningu syndanna,/ upprisu mannsins/ og eilíft líf.

Sálmur  584 Stjörnur og sól 

Prédikun 

Kórsöngur Í svörtum himingeimi
Arngerður María Árnadóttir – Davíð Þór Jónsson

Almenn kirkjubæn 

Allir: Faðir vor

Blessun                                                                     

Sálmur 54 Dýrlegi Jesús, Drottinn allra heima

Eftirspil: Praeludium í D-dúr BWV 532/I Johann Sebastian Bach