Hallgrímskirkja lýsir skammdegið

05. nóvember

Þegar dagarnir styttast lítum við gjarnan upp á holtið þar sem kirkjan okkar rís.
Í skammdeginu lýsir hún upp myrkrið, veitir okkur von og innri frið.

Í nóvember hefur Hallgrímskirkja verið hvít, fjólublá og í fánalitunum.

Hallgrímskirkja var lýst fjólubláum ljóma. Fjólublár er tákn auðmýktar en fjólu- eða lillablá klæði eru gjarnan notuð á aðventu- og föstutímanum. Liturinn minnir okkur á fjólubláa blómið sem hneigir höfuðið. Tákn auðmýktar og iðrunar. Hann hvetur til íhugunar, innri skoðunar og gjörhygli, til að hreinsa og helga lífið. Litur sem eykur kyrrð og ró.

Hallgrímskirkja í fánalitunum!

 

Ljósmyndir, Örn Erlendsson.