Hallgrímskirkja verður lýst appelsínugulum lit dagana 22. janúar til 12. febrúar 2025 til að sýna samstöðu með Krafti.
Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur og fer á þessu tímabili í árlega vitundar- og fjáröflunarherferð.
Lífið er núna dagurinn er 30. janúar nk. en tilgangur hans er að minna fólk á að staldra við og njóta líðandi stundar. Ekki bíða eftir “mómentinu” heldur skapa það þegar þig langar til! Einnig hvetja samtökin einstaklinga og vinnustaði til að brjóta upp hversdagsleikann með því t.d. að hafa hrós-dag, vinaleik, vera í sínu fínasta pússi eða bjóða upp á appelsínugular veitingar, hvetja starfsfólk til að fara í göngutúr í hádeginu og gera sér dagamun og huga að heilsunni.
Meðfylgjandi mynd tók Örn Erlendsson.
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR!