Hallgrímssókn auglýsir laust til umsóknar starf kirkjuvarðar við Hallgrímskirkju.

30. janúar 2024

Hallgrímssókn auglýsir laust til umsóknar starf kirkjuvarðar við Hallgrímskirkju.

Hallgrímskirkja er stærsta kirkja landsins og einn vinsælasti ferðamannastaður landsins hún er einnig sóknarkirkja með öflugt og mikið helgi- og tónleikahald.

Starfsvið kirkjuvarða er margvíslegt og felst m.a. í umsjón með kirkju og búnaði hennar, undirbúningi helgihalds og tónleika, bókun viðburða í kirkju og safnaðarheimili, þrif á kirkju og salarkynnum svo og afgreiðslu í verslun.

Hæfniskröfur eru áhugi á kirkjulegu starfi, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfileikar og snyrtimennska, hæfni í mannlegum samskiptum, lipurð, stundvísi og þjónustulund.

Góð íslensku- og enskukunnátta er mikilvæg svo og almenn tölvukunnátta.

Um er að ræða fullt starf en einnig kemur til greina minna starfshlutfall.

Umsóknum skal fylgja ferilskrá um menntun og fyrri störf og samþykki fyrir öflun upplýsinga úr sakaskrá.

Hér má finna eyðublað um slíkt samþykki.

Umsóknir skulu berast til Grétars Einarssonar, kirkjuhaldara Hallgrímskirkju á gretar@hallgrimskirkja.is