Á morgun, þriðjudag 22. október milli kl. 12.00-12.50.
Sigurður Sævarsson tónskáld og skólastjóri og Björn Steinar Sólbergsson tónlistarstjóri Hallgrímskirkju og organisti
HALLGRÍMSHÁTÍÐ á Minningarári Hallgríms Péturssonar – 350.
Hallgrímspassía Sigurðar Sævarssonar verður flutt í Hallgrímskirkju 27. október kl. 17 og mun Sigurður Sævarsson tónskáld segja okkur frá hugmyndinni að passíunni og hvernig hann fléttar Passíusálmana við dramatíska framvindu píslarsögunnar.
Björn Steinar Sólbergssont tónlistarstjóri og organisti í Hallgrímskirkju mun einnig segja okkur frá nýsköpun í tónlist í tengslum við minningarárið. Einnig mun hann segja okkur frá tónverkum sem samin voru fyrir Hallgrímskirkju í tilefni af vígslu Frobeniusarorgelsins í maí 2024.