Fréttabréf Hallgrímskirkju dagana 6. 12. febrúar
Vers vikunnar:
Maður, þér hefur verið sagt hvað gott er og hvers Drottinn væntir af þér: þess eins að þú gerir rétt, ástundir kærleika og þjónir Guði í hógværð.
Míka 6.8
Kæru vinir og viðtakendur.
Efni fréttabréfsins:
- Tvö ný æskulýðsstörf byrjuð
- Setning Vetrarhátíðar Reykjavíkur fyrir utan Hallgrímskirkju
- 20 ára sálmasamstarf Sigurðar Flosasonar og Gunnars Gunnarssonar - ókeypis aðgangur
- Ég vil að þú vitir +2,0°C
- Raunir Jeremía
- Messa og barnastarf
Tvö ný æskulýðsstörf byrjuð
Í þessari viku byrjuðu tvö ný æskulýðsstörf. Þau eru: Kirkjukrakkar fyrir 1. 2. bekk og hittast á þriðjudögum kl. 13:40 14:40 í kórkjallaranum. Og einnig í kórkjallaranum hittist starf á mánudögum sem kallast Kirkjustuð fyrir 5. 7. bekk á mánudögum kl. 15 16. Allir hressir krakkar velkomnir en nauðsynlegt er að skra sig hjá Kristný Rós verkefnastjóra- og djákna: kristny@hallgrimskirkja.is.
Setning Vetrarhátíðar Reykjavíkur fyrir utan Hallgrímskirkju fimmtudaginn 6. febrúar kl. 19:45
Listaverkið Sálumessa jöklanna eftir Heimir Hlöðversson verður varpað á kirkjuna í tilefni af setningu vetrarhátíðar Reykjavíkurborgar. Hátíðin verður dagana 6. 9. febrúar og verður hægt að sjá listaverkið varpað á kirkjuna öll þau kvöld. Sjá nánar um dagskrá vetrarhátíðarinnar HÉR.
20 ára sálmasamstarf Sigurðar Flosasonar og Gunnars Gunnarssonar fimmtudaginn 6. febrúar kl. 20:15 ókeypis aðgangur
Organistinn Gunnar Gunnarsson og saxófónleikarinn Sigurður Flosason fagna tuttugu ára samstarfsafmæli með glæsilegum tónleikum í samvinnu við Mótettukór Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar. Í fyrri hluta tónleikanna munu Gunnar og Sigurður flytja eigin sálmaspunaútsetningar sem hafa komið út á fjórum geisladiskum þeirra og heyrst á fjölmörgum tónleikum undanfarna tvo áratugi.
Þessir tónleikar eru hluti af Vetrarhátíð í Reykjavík.
Ég vil að þú vitir +2,0°C orgeltónleikar föstudaginn 7. febrúar kl. 20
Organistinn Kristján Hrannar frumflytur loftslagsverkið +2,0°C á Klais-orgel Hallgrímskirkju. Rithöfundurinn Andri Snær Magnason heldur stutta ræðu í upphafi.
Tónleikarnir eru hluti af Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar.
Aðgangseyrir: 2.500.- krónur og rennur allur ágóði tónleikanna til Votlendissjóðs. Hægt er að kaupa miða hjá TIX.is.
Raunir Jeremía laugardaginn 8. febrúar kl. 16
Tónlistarhópurinn Corpo di Strumenti og altsöngkonan Hildigunnur Einarsdóttir flytja Myrkralexíur eftir Charpentier og fleiri verk. Harmljóð Jeremía urðu kveikja að sérstöku tónlistarformi í Frakklandi á 17. öld sem nefnt var leçons de ténèbres eða myrkralexíur. Sveitin Corpo di Strumenti og Hildigunnur Einarsdóttir altsöngkona spinna efnisskrána utan um Myrkralexíur eftir Marc-Antoine Charpentier, en einnig eldri harmljóðatónlist. Aðgangseyrir: 4.500 kr.
Miðasala inn á TIX.is í Hallgrímskirkju alla daga milli kl. 9-17 og á tónleikadegi.
Messa og barnastarf sunnudaginn 9. febrúar kl. 11
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Árna Þórðarsyni. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Schola cantorum syngja. Stjórnandi og organisti er Hörður Áskelsson. Umsjón með barnastarfi: Ragnheiður Bjarnadóttir og Rósa Árnadóttir. Kaffisopi eftir messu.