Hallgrímsmessa og barnastarf sunnudaginn 27. október kl. 11

24. október 2019

Hallgrímsmessa og barnastarf
Sunnudaginn 27. október kl. 11




Mikið verður um dýrðir næsta sunnudag til að fagna að 26. október eru 33 ár frá vígslu Hallgrímskirkju og 27. október markar 345. ártíð Hallgríms Péturssonar.
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt dr. Sigurði Árna Þórðarsyni. Messuþjónar aðstoða. Tónlistarflutningur: Mótettukór Hallgrímskirkju. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Orgel: Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón með barnastarfi hafa Bogi Benediktsson og Rósa Árnadóttir.

Í tilefni dagsins verða fyrstu eintökin af Passíusálmum Hallgríms Péturssonar afhent við hátíðlega athöfn. Bókin er endurútgefin eftir nýrri enskri þýðingu eftir Dr. Gracia Grindal.   

Veglegt messukaffi verður eftir messu. Eftir messukaffið, um kl. 13 mun Leifur Breiðfjörð segja frá glerlistaverki sínu yfir kirkjudyrunum og Halla Sólveig Þorgeirsdóttir, hönnuður segja frá hvernig hönnun bókarinnar tengist verki Leifs.    

Verið hjartanlega velkomin til Hallgrímskirkju!

Messuskrána er að finna hér fyrir neðan í tölvutæku formi:

191027.Hallgrimsmessa