Mikið verður um dýrðir næsta sunnudag til að fagna að 26. október eru 32 ár frá vígslu Hallgrímskirkju og 27. október markar 344. ártíð Hallgríms Péturssonar.
Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Lesarar verða Ágústa Þorbergsdóttir og Óskar Jónsson. Messuþjónar sjá um ýmsa þætti helgihaldsins. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur. Stjórnandi Hörður Áskelsson. Orgel: Björn Steinar Sólbergsson. Trompetleikarar eru Guðmundur Hafsteinsson og Kasper Knudsen.
Umsjón með barnastarfi hafa Ragnheiður Bjarnadóttir og Rósa Árnadóttir.