Hápunktur Orgelsumars og þúsundir í Hallgrímskirkju á Menningarnótt 2024
26. ágúst
Hápunktur Orgelsumars í Hallgrímskirkju í ár var Orgelmaraþon á Menningarnótt. Tíu tónlistarmenn komu fram á átta glæsilegum þrjátíu mínútna tónleikum á milli 14-18. Prestar kirkjunnar, sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og sr. Eiríkur Jóhannsson voru gestgjafar. Þúsundir komu og nutu tónlistarinnar, börnin gerðu listaverk úr tölum, léku leiki frá tímum Hallgríms Péturssonar og lituðu Hallgrímskirkju kórónur eftir listakonuna Jönu Maríu Guðmundsdóttur í öllum regnbogans litum sem þau báru um götur Reykjavíkurborgar.
Meðfylgjandi myndir: Hrefna Harðardóttir
Við í Hallgrímskirkju þökkum öllum þeim sem nutu dagsins með okkur.