Sýningum á Jólunum hans Hallgríms í Hallgrímskirkju í er lokið í ár. Leiksýningin er byggð á sögu Steinunnar Jóhannesdóttur og var þetta í tíunda sinn sem sagan var sett upp.
Hátt í 1000 leik- og grunnskólabörn heimsóttu Hallgrímskirkju í desember og sáu sýninguna og má svo sannarlega segja að það hafi verið líf og fjör í kirkjunni. Börnin sem komu í heimsókn fengu að sjá, ekki einn, heldur tvo Hallgríma Péturssyni, heyra Björn Steinar Sólbergsson organista spila jólalög á stærsta hljóðfæri Íslands og ef þau voru heppin fengu þau einnig að sjá Hallgrímskirkju byggða úr legókubbum og landsins stærstu tær!
Bókin segir frá undirbúningi jólanna hjá Hallgrími Péturssyni sem ungum dreng og fjölskyldu hans. Í frábærlega skemmtilegri sviðsetningu Pálma Freys Haukssonar og Níelsar Thibaud Girerd fengu börnin að heimsækja gamla baðstofu á sveitabænum Gröf á Höfðaströnd, sem sett var upp í Norðursal kirkjunnar, og kynntust þau því hvernig jólin voru haldin hátíðleg fyrir 400 árum. Leikararnir brugðu sér í líki persóna bókarinnar og sjá má þar á meðal Hallgrím Pétursson sem sjö ára prakkara og fundu sanna jólagleði.