Næstu 5 miðvikudaga kl. 12 verða hádegiserindi í Suðursal Hallgrímskirkju. Eftir erindin verður opið fyrir umræðu og spurningum.
Allir eru velkomnir.
21.02. TÍU FINGUR UPP TIL GUÐS
GERÐUR KRISTNÝ RITHÖFUNDUR TALAR UM TRÚ OG TRÚARHUGMYNDIR Í VERKUM SÍNUM.
28.02. FRÁ LJÓÐI TIL SÁLMS
AÐALSTEINN ÁSBERG SKÁLD TALAR UM SÁLMA Á NÝRRI ÖLD OG SEGIR FRÁ SAMSTARFI SÍNU VIÐ TÓNSKÁLDIÐ SIGURÐ FLOSASON.
07.03. MÓT RÍSANDI SÓL
INGA HARÐARDÓTTIR GUÐFÆÐINGUR TALAR UM TILGANGSLEYSI OG TENGSL Í LJÓÐUM STEFÁNS HARÐAR GRÍMSSONAR SKÁLDS.
14.03. ,,...SEM LJÚFUR SUMARVINDUR...
HJALTI HUGASON PRÓFESSOR Í KIRKJUSÖGU TALAR UM LJÓÐLIST VILBORGAR DAGBJARTSDÓTTUR RITHÖFUNDAR.
21.03. ALMÆTTIÐ Í SÁLMUM Á ATÓMÖLD
PÉTUR PÉTURSSON PRÓFESSOR Í GUÐFRÆÐI TALAR UM LJÓÐ MATTHÍASAR JOHANNESSEN.