Líkt og fyrri sumur stendur Schola cantorum fyrir sínum sívinsælu hádegistónleikum á miðvikudögum í Hallgrímskirkju kl. 12. Efnisskráin samanstendur af íslenskum og erlendum kórperlum og þjóðlögum. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Aðgangseyrir: 2.000. Miðasala við innganginn á tónleikadegi.