Siglandi himinfleki, fimm Helgakrossfestingar, endurunnin Kristsstytta, putti í síðusári. Hvað þýðir þetta? Hvaða merkingu má leggja í verk Helga Þorgils Friðjónssonar? Hvernig er hægt að túlka þau? Listamaðurinn kemur sunnudaginn 11. október kl. 12,30 og talar um verk sín. Helgi Þorgils var myndlistarmaður kirkjulistahátíðar 2015. Verk hans eru í kór kirkjunnar og einnig í kirkjuskipinu. Yfir höfðum sóknarfólks svífur nú mikill himinfleki sem á sér merka sögu og var sýndur á kristnihátíð árið 2000. Í forkirkjunni eru mörg verk Helga Þorgils, sem einnig sýnir þar skúlptúra. Sýningin stendur til nóvemberloka. Allir eru velkomnir til þessa myndlistarspjalls Helga Þorgils.