Helgihald í Hallgrímskirkju yfir jólahátíðina

22. desember 2018
11Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. 12Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna ungbarn reifað og liggjandi í jötu.“

13Og í sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra hersveita sem lofuðu Guð og sögðu: 14Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu og velþóknun Guðs yfir mönnum.

Lúk 2.11-14


24. desember - Aðfangadagur



Aftansöngur kl 18: Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari.

Mótettukór Hallgrímskirkju, stjórnandi Hörður Áskelsson. Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju, stjórnandi Helga Vilborg Sigurjónsdóttir.

Margrét Helga Kristjánsdóttir leikur á flautu. María Elísabet Halldórsdóttir og Robert Dennis Solomon slagverk.

Organisti er Björn Steinar Sólbergsson.

Lesarar eru Svanborg Oddrúnardóttir og Margrét Helga Kristjánsdóttir.

Miðnæturguðþjónusta á jólanótt kl. 23.30: Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari.

Lesarar eru Magnús Benediktsson og Elena Teufer

Schola cantorum syngur. Forsöngvarar eru Guðmundur Vignir Karlsson og Hildigunnur Einarsdóttir.

Daði Kolbeinsson leikur á óbó. Sif Margrét Tulinius leikur á fiðlu. Stjórnandi kórs og organisti er Hörður Áskelsson.

25. desember – Jóladagur

Hátíðarmessa kl. 14: Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari.

Mótettukór Hallgrímskirkju syngur. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson.

Einsöngvari er Ásta Marý Stefánsdóttir.

26. desember – Annar í jólum

Vonarlestrar og söngvar á jólum kl. 14: Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari.

Mótettukór Hallgrímskirkju syngur.  Stjórnandi og organisti er Hörður Áskelsson. Lesarar úr hópi kórfélaga og messuþjóna.

 

Verið hjartanlega velkomin í Hallgrímskirkju og... 

GLEÐILEG JÓL