Hendur Guðs á jörðu - Æskulýðsdagurinn 2024

28. febrúar

Hendur Guðs á jörðu - Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00

Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar verður sunnudaginn 3. mars 2024 og er dagurinn tileinkaður börnum og unglingum í kirkjum landsins.

Af því tilefni verður fjölskylduguðsþjónusta í Hallgrímskirkju þar sem verður söngur og bænir, bænatré, biblíusaga, gjörningur og gleði.
Drengjakór Reykjavíkur syngur undir stjórn Þorsteins Freys Sigurðssonar en þeir starfa í Neskirkju. Markmið kórsins eru bræðralag og samhljómur.
Meðlimir drengjakórsins syngja eins og englar, hegða sér eins og herrar og leika sér eins og strákar.
Drengirnir munu syngja þrjú kórlög, Vem kan segla förutan vind sem er þjóðlag frá Álandseyjum, Næturljóð úr fjörðum við lag og texta Böðvars Guðmundssonar, Lysthúsakvæði, sem annars er yfirleitt kallað Undir bláum sólarsali og er íslenskt þjóðlag. Einnig mun Ólafur Þórarinsson syngja einsöng lagið How beautiful are the feet úr Messíasi eftir Händel.
Ragnheiður Bjarnadóttir, Lára Ruth Clausen, Alvilda Eyvör Elmarsdóttir og Kristný Rós Gústafsdóttir sjá um barnastarfið. Prestur er sr. Eiríkur Jóhannsson prédikar, Laufey Sigrún Haraldsdóttir leikur á píanó og organisti er Steinar Logi Helgason.
Kaffi og léttar veitingar í Suðursal eftir guðsþjónustuna.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest!

HALLGRÍMSKIRKJA - STAÐUR BARNANNA!

Barnahendur

Bænatré

Fjölskylduguðsþjónusta í Hallgrímskirkju

Drengjakór Reykjavíkur með stjórnanda sínum,
Þorsteini Frey Sigurðssyni.

Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar