Hið góða líf!
Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist. (Jóh. 14:27)
Fimmta og síðasta fræðsluerindið undir yfirskriftinni „Hið góða líf“ verður flutt þriðjudaginn 11. mars 2025 kl. 12.00. þar munu sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og sr. Eiríkur Jóhannsson prestar Hallgrímskirkju taka saman efni fyrri erinda og spegla hugmyndir um hið góða líf í inntaki kristinnar trúar.
Léttar veitingar og öll velkomin!
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR