Í tilefni 350 ára ártíð Hallgríms Péturssonar verður skáldið í sviðsljósinu í Hallgrímskirkju í ár.
Á þriðjudögum milli kl. 12-13 í febrúar 2024 stendur Hallgrímskirkja fyrir fjórum fræðsluerindum undir yfirskriftinni
Hinar mörgu myndir Hallgríms Péturssonar
Sá sem orti rímur af Ref
reiknast ætíð glaður,
með svartar brýr og sívalt nef,
svo er hann uppmálaður.
Dagskrá:
6. febrúar 2024
Margrét Eggertsdóttir, rannsóknarprófessor við stofnun Árna Magnússonar flytur fyrsta erindið Húmoristinn Hallgrímur Pétursson
13. febrúar 2024
Þorsteinn Helgason prófessor emeritus flytur annað erindið „Kirkjuvit barna“ í bréfaskóla Hallgríms Péturssonar
20. febrúar 2024
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir sóknarprestur í Hallgrímskirkju flytur þriðja erindið Hallgrímur Pétursson í ljóðum nútímaskálda.
27. febrúar 2024
Sr. Eiríkur Jóhannsson prestur í Hallgrímskirkju fytur síðasta fjórða erindið Þjóðsagnapersónan Hallgrímur Pétursson
Ókeypis aðgangur og létt hádegishressing í boði.
HALLGRÍMSKIRKJA - ÞINN STAÐUR!
Myndlistaverk eftir Pál Guðmundsson frá Húsafelli, 2008