Hreiðar Ingi ræðir um kirkjutónlistina

28. október 2015


Hver er þróun kirkjutónlistar og hvernig er sú grein, sem tengist minningu látinna og allra heilagra messu, að breytast? Sunnudaginn 1. nóvember kl. 12,30 mun Hreiðar Ingi Þorsteinsson, tónskáld og söngvari í Schola cantorum, ræða um kirkjumúsíkina. Hann mun einnig fjalla um þá tónlist sem tengist minningu látinna og eilífð himinsins. Þá mun hann tala um efnisval tónleika Schola cantorum síðar þennan dag.