Manstu eftir kapellunni sem nú er kór Hallgrímskirkju?
Það eru 70 ár síðan kapellan, fyrsti hluti Hallgrímskirkju, var vígð í miðju braggahverfi hernámsáranna. Í kapellunni var messað og fundað, skírt, fermt, gift og jarðað og margir eiga dýrmætar minningar þaðan.
Til að minnast þessa viðburðar í sögu þjóðar, borgar og kirkju verður hátíðarmessa í Hallgrímskirkju á fyrsta sunnudegi í aðventu, þann 2. desember kl 11.00. Sérstaklega væri gaman að sjá þá sem hafa notið stóru stundanna í kirkjunni.
Hallgrímskirkja býður upp á kaffi og afmælistertu í Suðursal að messu lokinni og einnig verður opnuð myndlistarsýning Sigurborgar Stefánsdóttur í anddyrinu á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju.