Hátíðarmessa fyrsta sunnudag í aðventu 2. desember kl. 11
29. nóvember 2018
Altarisþjónustu annast prestarnir Irma Sjöfn Óskarsdóttir, Birgir Ásgeirsson, Jón Dalbú Hróbjartsson og Karl Sigurbjörnsson, biskup. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar. Messuþjónar aðstoða. Lesarar eru fulltrúar frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson.
Barnastarfið er í umsjá Rósu Árnadóttur og Ragnheiðar Bjarnadóttur.
Upphaf landssöfnunar Hjálparstarfs kirkjunnar og nýs starfsárs Listvinafélags Hallgrímskirkju.
Eftir messu verður nóg um að vera. Kaffisopi í suðursal en kirkjugestum gefst einnig kostur á að líta við í kórkjallarann sem fagnar 70 ára afmæli um þessar mundir. Kórkjallarinn var vígður 5. desember 1948 til guðþjónustuhalds. Þess má til geta að næstkomandi miðvikudag verður árdegismessan kl. 8 haldinn þar í tilefni afmælisins. Auk þess verður líka opnun listssýningarinnar Aðrir sálmar eftir Sigurborg Stefánsdóttur í fordyri kirkjunnar.
Verið velkomin til kirkju á þessum dýrðar sunnudegi.