Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og dr. Sigurður Árni Þórðarson, sem predikar. Tónlistarflutningur: Mótettukór Hallgrímskirkju, Björn Steinar Sólbergsson orgel Oddur A. Jónsson bassi og Inga Rós Ingólfsdóttir selló, stjórnandi Hörður Áskelsson. Fermingarbörn taka þátt og barnastarf í umsjón Ingu Harðardóttur.
KANTÖTUGUÐSÞJÓNUSTA Lúther og Bach
kl. 17
Flutt verður Lútherskantatan Christ unser Herr zum Jordan kam BWV 7 fyrir þrjá einsöngvara, kór og hljómsveit. Auk þess verða fluttir inngangskór og sálmur úr kantötunni Aus tiefer Not ruf ich zu dir BWV 38, Kyrie úr Messu í F-dúr og útsetningar Bachs af sálmalögum.
Mótettukór Hallgrímskirkju, Kammersveit Hallgrímskirkju, Auður Guðjohnsen alt, Benedikt Kristjánsson tenór, Oddur A. Jónsson bassi. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Prestar: Dr. Sigurður Árni Þórðarson og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup í Skálholti prédikar. Organisti Björn Steinar Sólbergsson.