Guðjón Samúelsson teiknaði Hallgrímskirkju og ekkert var sjálfgefið eða sjálfsagt um stíl kirkjunnar eða hönnun. Pétur Ármannsson, arkitekt, þekkir öðrum betur verk og hugmyndir Guðjóns. 29. nóvember, fyrsta sunnudag í aðventu mun Pétur skýra hvernig hugmyndin um kirkjuna varð til, frá menningarlegu og fræðilegu samhengi og í hverju átök um bygginguna fólust. Samveran verður í Norðursal kl. 13:00.