Hvað verður fegra fundið? / Útgáfuhóf

25. október

Hvað verður fegra fundið?

Útgáfuhóf í dag, föstudaginn 25. október kl. 17 í Suðursal Hallgrímskirkju í tilefni af tvímálaútgáfunni „Hvað verður fegra fundið?“  — Tvímálaútgáfa á 50 völdum textum úr verkum Hallgríms Péturssonar á ensku og íslensku.

Valið hafa Irma Sjörn Óskarsdóttir, Steinunn Jóhannesdóttir, Svanhildur Óskarsdóttir og Margrét Eggertsdóttir, sem einnig er ritstjóri útgáfunnar.

Útgáfan er hluti af Minningarári – 350, Hallgríms Péturssonar og Hallgrímshátíð 2024.

Lokadagur Hallgrímshátíðar er dánardagur stórskáldsins, sunnudagur 27. október

Kl. 11 verður Hátíðarmessa í tilefni af vígslu Hallgrímskirkju.
Ma. frumflutt Toccata yfir Gefðu að móðurmálið mitt eftir Daníel Þorsteinsson.

Kl. 17 Hallgrímspassía Sigurðar Sævarssonar verður flutt af Kór Hallgrímskirkju, Kammersveit Reykjavíkur ásamt einsöngvurum.

Hallgrímspassía eftir Sigurð Sævarsson í Hallgrímskirkju

Hallgrímskirkja — Staður ljóða og lista!