Hvítasunnudagur - hátíðarguðsþjónusta 11 og glæsitónleikar 20

07. júní 2019

Hátíðarguðþjónusta Hvítasunnudagur 9. juní 2019 kl. 11


Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Árna Þórðarsyni. Messuþjónar aðstoða. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Móttettukór Hallgrímskirkju syngur. Alþjóðlega barokksveitin í Hallgrímskirkju. Einsöngvarar eru David Erler kontratenór, Benidikt Kristjánsson tenór og Oddur A. Jónsson bassi. Stjórnandi er Hörður Áskelsson.

Kl. 20.00 Hátíðartónleikar á hvítasunnukvöld með Alþjóðlegu barokksveitinni í Hallgrímskirkju.


Afburðaflytjendur frá mörgum löndum mynda Alþjóðlegu barokksveitina. Þau flytja glæsilega hátíðartónlist með trompetum, pákum og strengjum, m.a. hina heimsþekktu hljómsveitarsvítu í h-moll eftir J.S. Bach, þ.s. Georgia Brown flautuleikari frá Ástralíu leikur hinn glæsilega flautueinleik. Konsertmeistari er Tuomo Suni.

Tilboðsverð á miðum við innganginn (kostuðu upprunalega 6900).