Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Árna Þórðarsyni. Messuþjónar aðstoða. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Móttettukór Hallgrímskirkju syngur. Alþjóðlega barokksveitin í Hallgrímskirkju. Einsöngvarar eru David Erler kontratenór, Benidikt Kristjánsson tenór og Oddur A. Jónsson bassi. Stjórnandi er Hörður Áskelsson.
Kl. 20.00 Hátíðartónleikar á hvítasunnukvöld með Alþjóðlegu barokksveitinni í Hallgrímskirkju.
Afburðaflytjendur frá mörgum löndum mynda Alþjóðlegu barokksveitina. Þau flytja glæsilega hátíðartónlist með trompetum, pákum og strengjum, m.a. hina heimsþekktu hljómsveitarsvítu í h-moll eftir J.S. Bach, þ.s. Georgia Brown flautuleikari frá Ástralíu leikur hinn glæsilega flautueinleik. Konsertmeistari er Tuomo Suni.
Tilboðsverð á miðum við innganginn (kostuðu upprunalega 6900).