Jóhannesarpassía Bachs í búningi fyrir tenór sóló, sembal, orgel og slagverk
02. mars 2020
Jóhannesarpassía Bachs í búningi fyrir tenór sóló, sembal, orgel og slagverk. Miðvikudagur 4. mars kl. 20:00
Benedikt Kristjánsson tenór/tenor
Elina Albach sembal- og orgelleikari/harpsichord and organ
Phillip Lamprecht slagverksleikari/percussion
Jóhannesarpassía Bachs í flutningi þriggja afburðatónlistarmanna með þátttöku tónleikagesta.Þessi einstæði flutningsmáti Jóhannesarpassíunnar hefur slegið í gegn í Þýskalandi og Hollandi. Benedikt Kristjánsson tenórsöngvari syngur passíuna frá upphafi til enda í samspili við orgel, sembal og fjölbreytt slagverkshljóðfæri. Verkefnið hlaut nýlega hin virtu Opus Klassik-verðlaun í flokknum Framsæknir tónleikar. Kirkjugestir taka þátt í sálmasöngnum.
Aðgangseyrir: 6.900 kr.
Miðasala í Hallgrímskirkju opið daglega 9-17, á tónleikadegi og á www.tix.is