Jólatónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju

30. nóvember 2018

Jólatónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju


Sunnudaginn 2. desember kl. 17 & þriðjudaginn 4. desember kl. 20




Flytjendur: Mótettukór Hallgrímskirkju. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Orgelleikari: Björn Steinar Sólbergsson. Einleikur á fiðlu: Auður Hafsteinsdóttir.

Hrífandi og hátíðleg jólastemmning í fagurlega skreyttri kirkjunni! Á hinum árlegu og sívinsælu jólatónleikum Mótettukórs Hallgrímskirkju er í ár boðið upp á fallega kórtónlist þar sem áhersla er lögð á undur og dulúð jólanna í bland við við þekkta aðventu- og jólasálma. Meðal annarra fagurra verka er Íslandsfrumflutningur á Magnificat eftir Sigurð Sævarsson, „Slá þú hjartans hörpustrengi“ eftir J.S. Bach og hið hrífandi O magnum mysterium eftir Olav Gjelo, þ.s. fiðlueinleikur fléttast saman við a cappellakórsönginn. Auður Hafsteinsdóttir, einn fremsti fiðluleikari landsins, leikur einnig í samleik með Klais-orgelinu.

Aðgangseyrir: 5.900 kr. Hægt er að kaupa miða á MIDI.IS og í Hallgrímskirkju milli kl. 9 - 16:30 og í síma: 5101000.