Hið stóra og margbreytilega Klais orgel í Hallgrímskirkju gæti þurft á öllum sínum 5275 pípum að halda á fimmtudaginn þegar Jónas Þórir, organisti Bústaðakirkju, leikur kvikmyndatónlist eftir John Williams og Ennio Morricone. Jónas Þórir ætlar að spinna magnaðan þráð úr frægum stefjum m.a. úr Star Wars, Harry Potter, Schindlers List, Jurassic Park, Indiana Jones, Good, Bad and the Ugly, Once Upon a Time in the West og Gabriels Oboe úr The Mission. Almennt miðaverð er 2000 kr en frítt er fyrir Listvini á alla tónleika á Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrímskirkju. Tónleikarnir, sem eru á fimmtudaginn sem áður segir, hefjast kl 12 á hádegi og miðasala fer fram við innganginn.