Jólin hans Hallgríms

01. desember 2023

 

Sýningin Jólin hans Hallgríms hófst í dag, föstudaginn 1. desember, í Hallgrímskirkju með hópi barna úr 3. bekk í Melaskóla.

Baðstofa var gerð fyrir sýninguna í Norðursal Hallgrímskirkju þar sem börnin vitjuðu jóla fortíðar með leikurunum Níels Thibaud Girerd og Pálma Frey Haukssyni. Töfruð var upp jólastemning sem vísaði til sögu eftir samnefndri bók Steinunnar Jóhannesdóttur. Börnin fengu einnig leiðsögn um kirkjuna og voru svo heppin að hitta Björn Steinar Sólbergsson organista kirkjunnar sem fræddi börnin um orgelið og söng með þeim nokkur skemmtileg jólalög.

Meðfylgjandi mynd tók Unnur Sesselja Ólafsdóttir verkefnastjóri.

HALLGRÍMSKIRKJA - ÞINN STAÐUR!