Kerti tendruð í messu dagsins

19. júní 2016

IMG_3954


Í messu dagsins í Hallgrímskirkju voru tendruð kerti í minningu þeirra sem létu lífið í árásinni í Orlando og í minningu flóttafólks sem látið hefur lífið á leið sinni til betra lífs í Evrópu. Þetta var gert í tengslum við alþjóðlega flóttamannadaginn, sem er á mánudaginn, og tilmæli hafa komið frá alþjóða kirknasamfélaginu um að minnast þeirra á sunndegi, sem látist hafa á flótta við mæri Evrópu á sjó og landi.


Einnig barst bæn og ósk frá Biskupi Íslands um að minnast fórnarlamba árásanna í Orlando 11. Júní sl.

Ljósin okkar loga í minningu þeirra.