Kirkjuklukkur Hallgrímskirkju hringja inn bænastund

23. mars 2020


Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir hvetur til bænastunda í hádeginu á meðan samkomubanni stendur. Verkefnið kallast: Hádegishljómur í kirkjuklukkum landsins og sameiginleg bænastund hvern dag. Kirkjuklukkum landsins verður samhringt kl. 12 í 3 mínútur fyrir stundina. Fólk er hvatt til þess að hafa bænastund heima eða hvar sem það er statt þá stundina. Hvort sem tveir eða fleiri eru samankomnir (með 2 metra fjarlægð) þá er gott að biðja fyrir ástvinum sínum og ástandinu í heiminum. 

Eins og stendur er Hallgrímskirkja áfram opin kl. 9-17 alla daga fyrir þá sem þangað vilja sækja hvort sem er til bæna, íhugunar eða til að njóta fegurðar kirkjunnar og útsýnisins úr turninum. Þó með þeim fyrirvara að ekki séu fleiri en 20 manns í kirkjunni á hverjum tíma þar sem að lágmarki er haldið 2ja metra fjarlægð og munu kirkjuverðir hafa yfirsýn yfir það.