Kirkjuklukkur hringja snemma á mánudagsmorgni

01. september 2019


Í tilefni átaksins Á allra vörum hafa forystukonurnar, Elísabet Sveinsdóttir, Gróa Ásgeirsdóttir og Guðný Pálsdóttir óskað eftir því við biskup Íslands, sr. Agnesi M. Sigurðardóttur að þjóðkirkjan vekji athygli á átakinu með því að kirkjuklukkum landsins verði hringt mánudaginn 2. september kl. 7:15. Þannig að ekki láta ykkur bregða. 

 ,,Markmiðið er að vekja athygli á því máli sem þær setja nú í öndvegi – og vekja þjóðina í orðsins fyllstu merkingu – og það er: Eitt líf – forvarnir og fræðsla vegna vímuefnaneyslu ungmenna. Þær kalla átakið Vaknaðu og hvað er því táknrænna en sláttur kirkjuklukkna snemma að morgni?" Er sagt í tilkynningu. 

Hérna er linkur á frétt um málið: Á allra vörum og í allra eyrum