Klais orgelið og Orgelsumar í Hallgrímskirkju

01. ágúst
Klais orgelið í Hallgrímskirkju var vígt þann 13. desember 1992. Orgelið hefur vakið heimsathygli fyrir vandaða smíði og fagran og glæsilegan hljóm og er eftirsóknarvert en fremstu organistar heims hafa komið fram á tónleikum í Hallgrímskirkju.
Klais orgelið er með 5275 pípur, er 15 metrar á hæð og vegur um 25 tonn.
 
Nú stendur Orgelsumar í Hallgrímskirkju sem hæst og um helgina verða glæsilegir tónleikar í kirkjunni.
 
Laugardagur 3. ágúst kl. 12
Elísabet Þórðardóttir organisti í Laugarneskirkju og Þórður Árnason sem þekktastur er fyrir gítarleik með Þursaflokknum og Stuðmönnum verk eftir Bach, Saint-Saens, Knopfler ofl. Aðgangur 2.700 kr.
 
Sunnudagur 4. ágúst kl. 17
Thierry Escaich organisti í Notre Dame, París leikur á Klais orgelið í Hallgrímskirkju. Escaich er á meðal þekktustu konsertorganista í heiminum í dag.
 
Miðasala á Orgelsumar 2024 fer fram í Hallgrímskirkju og á tix.is
 
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN TÓNLEIKASTAÐUR!