Kór Hallgrímskirkju tekur þátt í 75 ára afmælistónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Kór Hallgrímskirkju ásamt Kór Langholtskirkju og Sinfóníuhljómsveit Íslands á 75 ára afmælistónleikum sveitarinnar í Eldborg í Hörpu frumfluttu í gær Darraðarljóð eftir Jón Leifs. Í kvöld verða aðrir tónleikar hljómsveitarinnar fyrir fullum sal Eldborgar, en einnig var leikið fyrir fullu húsi í gær. Önnur verk tónleikanna eru frumfluttningur á Glaðaspraða sem er nýr hátíðarforleikur eftir Ingibjörgu Ýri Skarphéðinsdóttur. Einleikari á tónleikunum er Víkingur Heiðar sem flytur fimmta píanókonsert Beethovens og lýkur tónleikunum með flutningi á Ein Heldenleben eftir Richard Strauss. Hljómsveitarstjóri er Eva Ollikainen.
Ef þið hafið áhuga á að horfa á tónleikana í beinni útsendingu í kvöld, föstudaginn 7. mars kl. 19:30 er hægt að fylgja þessari smellu á heimasíðu RÚV.
Hér að neðan er texti um Darraðarljóð Jóns Leifs eftir formann Kórs Hallgrímskirkju, Svanhildi Óskarsdóttur.
Starfsfólk og kór Hallgrímskirkju óska Sinfóníuhljómsveit Íslands til hamingju með afmælið!
Myndir: SB
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR!