Kristný Rós ráðin til starfa

30. ágúst 2019


Kristný Rós Gústafsdóttir djákni hefur verið ráðin til starfa í Hallgrímskirkju og mun hún sjá um fræðslu- og fjölskylduþjónustu.

Kristný Rós útskrifaðist árið 2010 úr guðfræðideild Háskóla Íslands sem djáknakandidat. Árið 2011 vígðist sem hún djákni til Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalls og tók við barna- og æskulýðsstarfi þar. Kristný Rós ólst upp í Snæfellsbæ.

Kristný Rós hefur mikla reynslu af safnaðarstarfi; með öldruðum, fjölskyldum, börnum og unglingum. Síðustu ár hefur hún verið í Áskirkju og unnið þar sem djákni.

Við bjóðum Kristnýju Rós hjartanlega velkomna til starfa í Hallgrímskirkju og hlökkum mikið til samstarfsins. Megi Drottinn blessa öll hennar störf í þágu kirkju og safnaðar um ókomna tíð.