Krílasálmar

15. apríl 2019
 


Krílasálmar á morgun, þriðjudaginn 16. apríl kl. 11:30 og verða út maí. Krílasálmar eru tónlistarstundir fyrir börn á aldrinum 3-18 mánaða og foreldra þeirra, þar sem tónlist, sálmar, þjóðlög og barnavísur eru notuð til að styrkja tengslamyndun og örva þroska barnanna.


Leiðbeinendur eru Inga Harðardóttir, æskulýðsfulltrúi og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir, tónmenntakennari. Þátttaka í krílasálmum er ókeypis.