Krílasálmar byrja aftur

15. september 2019
Krílasálmar hefja göngu sína á ný í Hallgrímskirkju eftir sumarleyfi. Krílasálmar verða á mánudögum í kirkjunni kl. 10:45-11:45. Námskeiðið verður í 6 vikur og byrjar 16. sept – 21. okt.
Krílasálmar eru tónlistarstundir fyrir börn á aldrinum 3-18 mánaða og foreldra þeirra, þar sem tónlist, sálmar, þjóðlög og barnavísur eru notuð til að styrkja tengslamyndun og örva þroska barnanna.  Það er sungið fyrir þau og spilað á hin ýmsu hljóðfæri, þeim vaggað, dansað með þeim og á þann hátt fá þau upplifun af tónlistinni sem hefur góð áhrif á tilfinninga- og hreyfiþroska þeirra. Leiðbeinendur eru Kristný Rós Gústafsdóttir, verkefnastjóra og djákni og Ragnheiður Bjarnadóttir, tónlistakennari.

Þátttaka í Krílasálmum er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig því aðeins takmarkaður fjöldi barna kemst að hverju sinni. Allar frekari upplýsingar má fá með því að senda tölvupóst á kristny@hallgrimskirkja.is.

Krílasálmar eru með hóp á facebook sem heitir Krílasálmar í Hallgrímskirkju.

Krílasálmar starts again
Krílasálmar will start again next Monday after sommervacation. Krílasálmar will be on mondays in the church at 10:45 am – 11:45 am.

The course will be for six weeks, from 16. sept – 21. okt.

In Krílasálmar we play music for the babies from 3-18 months old and their parents. There is music, hymns and nursery rhymes in Krílasálmar for strenghtening the bond between the parents and the baby as well as contributing to the development of the baby. We play on a few instruments, we rock the babies, dance with them and make them have a good experience of music.

Trainers of Krílasálmar are Kristný Rós Gústafsdóttir project manager and deacon and Ragnheiður Bjarnadóttir music teacher.

Participation is free but you need to register, because there is limited participation in the group. For information send kristny@hallgrimskirkja.is or register here through facebook.

We also have a facebook group which is called ,,Krílasálmar í Hallgrímskirkju“