Schola cantorum og Hörður Áskelsson
Efnisskrá:
MEDIA VITA eftir John SHEPPARD
MISERERE eftir James MacMILLAN
REQUIEM eftir Kjell- Mörk KARLSEN
Schola cantorum, kammerkór Hallgrímskirkju, heldur tónleika í Hallgrímskirkju sunnudaginn 4. nóvember á Allra heilagra messu, líkt og undanfarin ár. Að þessu sinni flytur kórinn þrjú áhrifamikil kórverk, Media vita eftir John Sheppard, Miserere eftir James MacMillan og Missa defunctorum eftir Kjell Mörk Karlsen. Stjórnandi er Hörður Áskelsson.
Tónleikar Schola cantorum á Allra sálna messu undanfarin ár, þegar látinna er minnst, hafa notið mikilla vinsælda í kertum prýddri kirkjunni, þ.s. a cappella söngur kórsins nýtur sín einkar vel í hljómburði kirkjunnar.