Kvöldkirkja í kvöld 10. apríl kl. 20:00-22:00

10. apríl

Kyrrð, ró og íhugun einkenna kvöldkirkjuna í Hallgrímskirkju.
Prestar kirkjunnar og kirkjuhaldari flytja hugvekjur á 30 mínútna fresti.

Á meðfylgjandi mynd er Kira Kira, eða Kristín Björk Kristjánsdóttir. Hún er tónskáld, myndlistar- og kvikmyndargerðarkona og hefur í gegn um árin lagt áherslu á samstarf ólíkra listamanna og samruna listmiðla. Hún hefur haldið tónleika víða um heim, gefið út tíu plötur, þar af sex sólóplötur og nálgast lifandi flutning raftónlistar í gegn um myndlist og er útkoman einstök.

Kira Kira hefur verið með okkur í kvöldkirkjunni í þrjú ár og flytur tónlist sína kvöldkirkjunni í kvöld 10. apríl nk og á sumardaginn fyrsta, þann 24. apríl milli 20:00-22:00.

Öll velkomin!
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN ÍHUGUNARSTAÐUR!