Stundin er runninn upp eftir langa bið vegna framkvæmda í Suðursal. Hinar sívinsælu kyrrðarstundir í hádeginu byrja aftur á morgun, fimmtudaginn 28. september kl. 12. Dr. Sigurður Árni Þórðarson leiðir hugleiðinguna á fyrstu kyrrðarstundinni og organisti er Hörður Áskelsson.
Stundin er í hálftíma en eftir hana ætlum við að kíkja inn í hinn nýmálaða Suðursal þar sem súpugerðarsnillingurinn Unnur Guðbjartsdóttir framreiðir gómsæta súpu. Allt að sjálfsögðu á sanngjörnu verði.
Verið hjartanlega velkomin og hlökkum til að sjá ykkur á fyrstu kyrrðarstundinni.