Thierry Escaich er á meðal þekktustu konsertorganista á okkar dögum. Hann er rómaður spunasnillingur og eftirsóttur kennari. Hann hefur verið organisti við Saint-Étienne-du-Mont kirkjuna í París frá árinu 1997 en þar hafði Maurice Duruflé verið organisti í 57 ár. Thierry Escaich er einnig þekkt tónskáld, hefur skrifað yfir 100 verk, mörg fyrir orgel en einnig fyrir kammerhópa og stærri hljómsveitir. Hann hefur komið fram á orgeltónleikum víða um heim og alls staðar hrífur hann áheyrendur með leik sínum og fjölbreyttum efnisskrám sem hann setur saman með orgelverkum ýmissa orgeltónskálda, eigin verkum og spuna.