Lifandi vatnið í guðsþjónustunni 4. október

02. október 2020
Enn er tímabil sköpunarverksins í þjóðkirkjunni. Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11:00 sunnudaginn 4. október. Í prédikuninni mun sr. Sigurður Árni Þórðarson tala um vatn og samtal í Jóhannesarguðspjalli um lifandi vatn. Í athöfninni aðstoða messuþjónar. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða safnaðarsöng. Kristný Rós Gústafsdóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir stýra kirkjuskólanum. Samvera í Suðursal eftir guðsþjónustu.

Inngöngusálmur: Hjá þér er lífsins lind Trond Kverno

34 Upp skapað allt í heimi hér

729 Þú heimsins ljós Guðs ljómi skær

- -

Kórsöngur Í svörtum himingeimi Arngerður María Árnadóttir / Davíð Þór Jónsson

Bænasvar 884 Þinn vilji Guð

538 Heilagi Guð á himni og jörð

Eftirspil Fúga í D-dúr BWV 532/II Johann Sebastian Bach

Lexía: 5. Mósebók 30.19-20

„Ég hef lagt fyrir þig líf og dauða, blessun og bölvun. Veldu þá lífið svo að þú og niðjar þínir megið lifa með því að elska Drottin, Guð þinn, hlýða boði hans og halda þér fast við hann.“

Pistill: Opinberunarbókin 22.16-17

Ég, Jesús, hef sent engil minn til að votta fyrir yður þessa hluti í söfnuðunum. Ég er rótarkvistur af kyni Davíðs, stjarnan skínandi, morgunstjarnan." Og andinn og brúðurin segja: "Kom þú!" Og sá sem heyrir segi: "Kom þú!" Og sá sem þyrstur er, hann komi. Hver sem vill, hann fær ókeypis lífsins vatn.

Guðspjall: Jóh. 4.5-15, 28-29, 39-42

Nú kemur hann til borgar í Samaríu er Síkar heitir, nálægt þeirri landspildu sem Jakob gaf Jósef syni sínum. Þar var Jakobsbrunnur. Jesús var vegmóður og settist þarna við brunninn. Þetta var um hádegisbil. Samversk kona kemur að sækja vatn. Jesús segir við hana: „Gef mér að drekka.“ ... Þá segir samverska konan við hann: „Hverju sætir að þú, sem ert Gyðingur, biður mig um að drekka, samverska konu?“ Jesús svaraði henni: „Ef þú þekktir gjöf Guðs og vissir hver sá er sem segir við þig: Gef mér að drekka, þá mundir þú biðja hann og hann gæfi þér lifandi vatn.“ Hún segir við hann: „Herra, þú hefur enga skjólu að ausa með og brunnurinn er djúpur. Hvaðan hefur þú þetta lifandi vatn? 12 Ertu meiri en Jakob forfaðir okkar sem gaf okkur brunninn og drakk sjálfur úr honum og synir hans og fénaður?“ Jesús svaraði: „Hvern sem drekkur af þessu vatni mun aftur þyrsta en hvern sem drekkur af vatninu er ég gef honum mun aldrei þyrsta að eilífu. Því vatnið, sem ég gef honum, verður í honum að lind sem streymir fram til eilífs lífs.“ Þá segir konan við hann: „Drottinn, gef mér þetta vatn svo að mig þyrsti ekki og ég þurfi ekki að fara hingað að ausa.“

Nú skildi konan eftir skjólu sína, fór inn í borgina og sagði við menn: „Komið og sjáið mann er sagði mér allt sem ég hef gert. Skyldi hann vera Kristur?“ Þeir fóru úr borginni og komu til hans.

Margir Samverjar úr þessari borg trúðu á hann vegna orða konunnar sem vitnaði um það að hann hefði sagt henni allt sem hún hafði gert. Þegar því Samverjarnir komu til hans báðu þeir hann að staldra við hjá sér. Var hann þar um kyrrt tvo daga. Og miklu fleiri tóku trú þegar þeir heyrðu hann sjálfan. Þeir sögðu við konuna: „Það er ekki lengur sakir orða þinna að við trúum því að við höfum sjálfir heyrt hann og vitum að hann er sannarlega frelsari heimsins.“

Meðfylgjandi mynd af Hallgrímskirkju tók Ragnar Th. Sigurðsson, Arctic Images.