Á allra heilagra messu í byrjun nóvember er lífið þakkað og látinna minnst í kirkjum heimsins. Það er gott að koma í kirkju, kveikja á kertum og minnast ástvina sem eru farin í himininn. Verið velkomin í Hallgrímskirkju sunnudaginn, 7. nóvember 2021. Guðsþjónusta og barnastarf hefjast kl. 11. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson. Félagar í Kór Hallgrímskirkju syngja undir stjórn Steinars Loga Helgasonar. Umsjón barnastarfs: Kristný Gústafsdóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir.
Forspil – Prélude sur le nom d´Alain op. 7 Maurice Duruflé
534 Ég veit um himins björtu borg
744 Allelúja
204 Fyrir þá alla, er fá nú hvíld hjá þér (kórinn syngur 3.& 4. vers)
Kórsöngur – Ave verum, Wolfgang Amadeus Mozart.
Bænasvar í almennri kirkjubæn: 737b Kyrie Eleison.
273 Allt eins og blómstrið eina (erindi 1,2,3,10 og13 sungin)
Í messulok, þegar sálmurinn hefur verið sunginn, verður látinna minnst með ljósburði. Kertum er komið fyrir á kórtröppum.
Eftirspil – Adagio Tomano Albinioni / Remo Giazotto