Lúthersdagar í Hallgrímskirkju

24. október 2017

“LÚTHERSDAGAR Í HALLGRÍMSKIRKJU“


 26.-31. október 2017


Fimmtudagurinn 26. október

Vígsludagur Hallgrímskirkju.


KYRRÐARSTUND kl. 12:00 - Hallgrímur & Lúther.

Hildigunnur Einarsdóttir alt og Björn Steinar Sólbergsson orgel.

Íhugun flytur sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir.




Föstudagurinn 27. október

Hallgrímsdagurinn -343. ártíð Hallgríms Péturssonar.


Kl. 20:00. SÁLMAR Á NÝRRI ÖLD!

Kammerkórinn Schola cantorum.

Stjórnandi: Hörður Áskelsson.

 „Sálmar á nýrri öld“ eru 26 sálmar eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson og Sigurð Flosason fyrir kór án undirleiks. Þessir hrífandi og fjölbreyttu sálmar fjalla um lofgjörð, bæn, gleði og sorg.

Miðaverð: 2500 kr. Miðasala við innganginn og á midi.is.




Laugadagurinn 28. október

Kl. 14.00 

OPNUN TESUR

Tesur er þátttökugjörningur sem myndlistarkonurnar Guðrún Kristjánsdóttir og Ólöf Nordal standa fyrir dagana 28. – 31. október.

Verkið minnir á gjörninginn þegar Lúther negldi tesurnar 95 á kirkjudyrnar í Wittenberg í Þýskalandi 31.október 1517 og markaði þannig upphaf siðbótar í Evrópu.

Ókeypis aðgangur – allir hjartanlega velkomnir!

 




Sunnudagurinn 29. október

11.00

HÁTÍÐARMESSA-343. ártíð Hallgríms Péturssonar

Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og dr. Sigurður Árni Þórðarson, sem predikar. Tónlistarflutningur: Mótettukór Hallgrímskirkju, Björn Steinar Sólbergsson orgel Oddur A. Jónsson bassi og Inga Rós Ingólfsdóttir selló, stjórnandi Hörður Áskelsson.  Fermingarbörn taka þátt og barnastarf í umsjón Ingu Harðardóttur.

17.00

KANTÖTUGUÐSÞJÓNUSTA – Lúther og Bach

Flutt verður “Lútherskantatan” Christ unser Herr zum Jordan kam BWV 7 fyrir þrjá einsöngvara, kór og hljómsveit. Auk þess verða fluttir inngangskór og sálmur úr kantötunni Aus tiefer Not ruf ich zu dir BWV 38Kyrie úr Messu í F-dúr og útsetningar Bachs af sálmalögum.

Mótettukór Hallgrímskirkju, Kammersveit Hallgrímskirkju, Auður Guðjohnsen alt, Benedikt Kristjánsson tenór, Oddur A. Jónsson bassi.

Stjórnandi: Hörður Áskelsson

Prestar: Dr. Sigurður Árni Þórðarson og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup í Skálholti prédikar.

Organisti Björn Steinar Sólbergsson.




Mánudagurinn 30. október

9.00-14.00

SKÓLABÖRNIN OG TESURNAR

Skólabörn af höfuðborgarsvæðinu heimsækja Hallgrímskirkju og útbúa sínar tesur.

Umsjón: Inga Harðardóttir barna- og æskulýðsfulltrúi Hallgrímskirkju.

Endurtekið á Siðbótardaginn 31.október.

20.00

TÓNLEIKHÚS UM TVÆR SIÐBÓTARKONUR

Elisabeth og Halldóra, Bach og Grallarinn.

Verkið var samið í tilefni af því að 500 ár eru nú frá upphafi siðbótarinnar og er ætlað að varpa ljósi á þátttöku og áhrif kvenna á mótunarárum siðbótarinnar.

Flytjendur: Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk, leikkonurnar María Ellingsen og Steinunn Jóhannesdóttir, Marta Guðrún Halldórsdóttir sópran, Jóhanna Halldórsdóttir alt, Bragi Bergþórsson tenór og Benedikt Ingólfsson bassi. Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju og félagar úr dömukórnum Aurora leiða söng.

Listrænir stjórnendur: Diljá Sigursveinsdóttir og Guðný Einarsdóttir

Miðaverð: 2.500 kr. Miðasala í Hallgrímskirkju við innganginn og á midi.is.




Þriðjudagurinn 31. október

Siðbótardagurinn


12.00- 12.30

95 TESUR LESNAR

Siðbótin hófst fyrir 500 árum þegar Marteinn Lúther negldi 95 tesur á kirkjudyr. Tesurnar, sem breyttu kirkjulífi, stjórnmálum og menningarlífi Evrópu, verða lesnar upp í heild í fyrsta sinn í kirkju á Íslandi.

Umsjón hafa dr. Sigurður Árni Þórðarson og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir.

18.00-20.00

HALDIÐ UPP Á 500 ÁRA SIÐBÓTARAFMÆLIÐ!

Afmælisveisla í Hallgrímskirkju því 500 ára siðbótarafmælisins er minnst á þessum degi um heim allan.

Afmælisávarp- Lúthers minnst- kórsöngur- sálmasöngur!

Eftir hátíðarhöldin í kirkjunni er öllum gestunum boðið í afmælisgleði í suðursal Hallgrímskirkju!

Þátttakendur eru Mótettukór Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar, Björn Steinar Sólbergsson organisti, dr. Sigurður Árni Þórðarson sóknarprestur og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, Gunnar J. Gunnarsson formaður nefndar um 500 ára siðbótarafmælið og afmælisgestirnir sem syngja með!

 

Þakkir fá: Hallgrímssöfnuður, Fimm alda nefnd um siðbótarafmælið, Sr. Arna Grétarsdóttir, Reykjavíkurprófastsdæmi Vestra, Hafsteinn Sv. Hafsteinsson grafískur hönnuður, GEGG- pappírsheildverslun & Litróf.

 

Dagskrána er einnig hægt að lesa með því að smella HÉR.