Lúthersmessa - Upphafshátíð 500 ára siðbótarafmælis 29. janúar kl. 11
28. janúar 2017
Sunnudaginn 29. janúar kl. 11 verður hátíðarmessa sem markar upphaf 500 ára siðbótarafmælisins. Í ár munu verða mörg hátíðarhöld víða um land til þess að fanga því að 31. október fyrir 500 árum voru nelgd 95 mótmæli á hallardyrnar í Wittenberg sem var upphaf siðbót kirkjunnar. Einnig er 29. janúar líka afmælisdagur Katrínar frá Bóra og því við hæfi að hefja hátíðarhöldin á þessum degi.
Í hátíðarmessunni mun biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir prédika og sr. Kristján Valur Ingólfsson og sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskupar þjóna fyrir altari ásamt dr. Sigurði Árna Þórðarssyni og sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur prestum Hallgrímskirkju. Nefndarfólk úr Fimm alda nefnd siðbótar koma einnig að messunni en þau eru dr. Arnfríður Guðmundsdóttir, dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, dr. Gunnar J. Gunnarsson og Ævar Kjartansson. Barna og unglingakór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Ásu Valgerðar Sigurðardóttur. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Barnastarf er í umsjón Ingu Harðardóttur æskulýðsfulltrúa. Kaffisopi eftir messu. Útvarpað verður frá Rás 1 og dagskráin streymt beint á facebook síðu kirkjunnar.
Eftir messu hefst tónleikhús kl. 12.15. Þar verður flutt verkið Elisabeth og Halldóra, Bach og Grallarinn byggir á heimildum um sögu tveggja kvenna, Elisabethar Cruciger (1500 1535) og Halldóru Guðbrandsdóttur (1574-1658). Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk flytur. Frítt er inn á tónleikana.