Hvað er að gerast? Þegar fjöldi kvenna í íslenskum og erlendum þjóðbúningum komu í Hallgrímskirkju rétt fyrir messu 2. september spurðu Íslendingarnir hverjar þessar konur væru. Og erlendu ferðamennirnir héldu að svona væru konur búnar þegar þær kæmu til helgihaldsins! Þessi stóri hópur kvenna voru íslenskar og norrænar Maríusystur, sem fögnuðu tíu ára afmæli hinnar íslensku deildar. Maríusystur er aldar gömul mannræktarhreyfing sem byggir á kristnum gildum. Þær íslensku eru nærri eitt hundrað en í heild eru um 7500 Maríusystur á Norðurlöndunum. Þær stormuðu ekki aðeins í kirkju heldur tóku þátt í helgihaldinu með miklum krafti. Kirkjan ómaði öll. Takk fyrir samveruna.