Sunnudaginn 24. apríl er messa og barnastarf í Hallgrímskirkju kl 11. Þá er 4. sunnudagur eftir páska (Cantate). Í messunni verður hugleidd sumarkoman, dásemdarverk Drottins, sköpunin og endurnýjung.
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða, en hluti af þjónunum eru úr hópi Gídeon félagsins. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón með barnastarfinu hefur Inga Harðardóttir. Samskot renna til Gídeonfélagsins. Kaffisopi eftir messu.