Messa 26. Júní, 2016 kl. 11. 5. sunnudagur eftir þrenningarhátíð
Prestur dr. Sigurður Árni Þórðarson. Messuþjónar aðstoða. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Vindhemskören frá Uppsala í Svíþjóð syngur einnig. Stjórnandi er Peter Melin, undirleikari Anders Bromander og Karin Parkman leikur á flautu. Barn borið til skírnar. Sögustund fyrir börnin. Kaffisopi eftir messu.
Verið hjartanlega velkomin til messu.
Sálmar:
585 Full af gleði yfir lífsins undri
22 Þú mikli Guð ert með oss á jörðu
----
47 Gegnum Jesú helgast hjarta
712 Dag í senn eitt andartak í einu
Textar:
Guðspjall: Lúk 5.1-11
Nú bar svo til að Jesús stóð við Genesaretvatn og mannfjöldinn þrengdist að honum til að hlýða á Guðs orð. Þá sá hann tvo báta við vatnið en fiskimennirnir voru farnir í land og þvoðu net sín. Hann fór út í þann bátinn er Símon átti og bað hann að leggja lítið eitt frá landi, settist og tók að kenna mannfjöldanum úr bátnum. Þegar hann hafði lokið ræðu sinni sagði hann við Símon: Legg þú út á djúpið og leggið net ykkar til fiskjar.Símon svaraði: Meistari, við höfum stritað í alla nótt og ekkert fengið en fyrst þú segir það skal ég leggja netin. Nú gerðu þeir svo og fengu þeir þá mikinn fjölda fiska en net þeirra tóku að rifna. Bentu þeir þá félögum sínum á hinum bátnum að koma og hjálpa sér. Þeir komu og hlóðu báða bátana svo að nær voru sokknir. Þegar Símon Pétur sá þetta féll hann á kné frammi fyrir Jesú og sagði: Far þú frá mér, Drottinn, því að ég er syndugur maður. En felmtur kom á hann og alla þá sem með honum voru vegna fiskaflans er þeir höfðu fengið. Eins var um Jakob og Jóhannes Sebedeussyni, félaga Símonar. Jesús sagði þá við Símon: Óttast þú ekki, héðan í frá skalt þú menn veiða. Og þeir lögðu bátunum að landi, yfirgáfu allt og fylgdu honum.